Tveir ráðsfundir í vikunni
11.04.2011 11:39

Stjórnlagaráð heldur tvo ráðsfundi í þessari viku. Fyrri fundurinn verður miðvikudaginn 13. apríl og hefst kl. 9.30. Síðari fundurinn verður fimmtudaginn 14. apríl og hefst kl. 13. Dagskrá fundanna verður birt hér á vefsetrinu innan skamms. Ráðsfundir eru opnir almenningi meðan húsrúm leyfir. Þeir eru einnig sendir út beint hér á vefsetrinu.