Salvör Nordal formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson varaformaður

07.04.2011 16:28

Salvör Nordal formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson varaformaður

 

 

Salvör Nordal var kjörin formaður Stjórnlagaráðs og Ari Teitsson varaformaður á öðrum fundi ráðsins sem hófst klukkan 15.00 í dag.

Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010.

Allir fundir í fundarsal ráðsins eru sýndir í beinni útsendingu hér á vefnum.

 


 

 

Fara í fréttalista