Stjórnlagaráð sett í dag
06.04.2011 16:53

Stjórnlagaráð var sett í dag klukkan 14. Ómar Ragnarsson aldursforseti Stjórnlagaráðs setti fyrsta fund ráðsins og sagði m.a. í ávarpi sínu um það starf sem framundan er: ,,Um þennan sal eiga að blása ferskir vindar nýrra tíma, víðsýni að ráða ríkjum, í þessum sal munum við sem heyra sögu stjórnarbóta allt frá Gulaþingi til þessa dags þegar við ætlum að vinna verk sem ein kynslóð færir kynslóðunum, sem á eftir koma. Við lítum á okkur sem hlekk í keðju kynslóðanna og framvindu sögunnar."
Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar afhenti ráðsfulltrúum skýrslu nefndarinnar sem er í tveimur bindum og telur samtals 700 blaðsíður. Stjórnlagaráðsfundi lauk á þjóðlegan máta því fulltrúar sungu Öxar við ána.