Stjórnlagaráð fullskipað
31.03.2011 11:11

Undirbúningsnefnd Stjórnlagaráðs hefur borist samþykki Írisar Lindar Sæmundsdóttur við boði um setu í ráðinu. Fyrr í vikunni höfðu 24 af þeim 25 sem landskjörstjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember sl. þekkst boð Alþingis um að taka sæti í Stjórnlagaráði. Stjórnlagaráð er því fullskipað og mun koma saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 6. apríl nk. kl.14 að Ofanleiti 2 í Reykjavík.