Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands - Libia Castro og Ólafur Ólafsson
10.02.2011 10:39
Þann 12. febrúar verður lifandi flutningur verksins Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í Hafnarborg. Listamennirnir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson unnu verkið í samstarfi við tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur sem samdi tónverk við allar 81 grein stjórnarskrár Íslands. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkið hér.