Ný stjórnarskrá: Handa hverjum? Til hvers?
17.01.2011 16:19

Þorvaldur Gylfason prófessor, fulltrúi á Stjórnlagaþingi, sem kemur saman 15. febrúar, heldur opinberan fyrirlestur um stjórnskipunarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. janúar kl. 12-13 og svarar spurningum úr sal.
Í fyrirlestrinum verða reifuð rök fyrir breytingum á stjórnarskránni, sem sett var til bráðabirgða 1944, og nokkur álitamál um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Einnig verða dregin saman sjónarmið þjóðkjörinna fulltrúa á Stjórnlagaþingi eins og þeir lýstu þeim sjálfir opinberlega fyrir kosninguna til Stjórnlagaþings 27. nóvember 2010. Allir velkomnir.
Þorvaldur heldur sams konar fyrirlestur á Akureyri 21. janúar og á Bifröst 25. janúar.