Eitt yfirgripsmesta rafræna gagnasafnið hér á landi

17.01.2011 11:05

Eitt yfirgripsmesta rafræna gagnasafnið hér á landi

Stjórnlaganefnd hefur sett upp rafrænt gagnasafn um stjórnskipun og málefni tengd stjórnarskrá á heimasíðu Stjórnlagaþings. Safnið er einkum ætlað fulltrúum á Stjórnlagaþingi, en öllum er frjálst að nota það. Höfundar og útgefendur hafa vinsamlega veitt heimild til tímabundinnar birtingar á efni sínu með þessum hætti og kann stjórnlaganefnd þeim bestu þakkir. Safnið stækkar stöðugt og er eitt yfirgripsmesta rafræna gagnasafn um lögfræðileg málefni hér á landi.

Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar:

,,Þetta er einstakt safn gagna, sem stjórnlaganefnd vonar að eigi eftir að nýtast bæði Stjórnlagaþingi og öðrum sem áhuga hafa á málefnum tengdum stjórnarskránni."

 


Fara í fréttalista