Fræðslufundur fyrir þingfulltrúa á Stjórnlagaþingi

08.01.2011 13:22

Fræðslufundur fyrir þingfulltrúa á Stjórnlagaþingi

Fræðslufundur fyrir þingfulltrúa á Stjórnlagaþingi var haldinn í dag í húsakynnum Stjórnlagaþings í Ofanleiti 2. Ragnhildur Helgadóttir prófessor hélt örnámskeið um stjórnarskrá Íslands í morgun. Miklar og líflegar umræður spunnust meðal þingfulltrúa um efni námskeiðsins. Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar kynnti vinnu nefndarinnar og hvernig hún hyggst að skila sínum niðurstöðum til Stjórnlagaþings. Aðalsteinn Rúnar Óttarsson framleiðslustjóri hjá CCP kynnti ákvörðunar-og vinnuferli sem kallast Agile Scrum og hefur verið nýtt í hugbúnaðargeiranum með góðum árangri. Þá hélt Gunnar Jónatansson framkvæmdastjóri IBT á Íslandi hópeflisæfingu meðal þingfulltrúa.

Fara í fréttalista