Netmiðlar í lykilhlutverki
15.12.2010 16:45
Hefðbundnir fjölmiðlar voru ekki í aðalhlutverki við kynningu og umfjöllun um einstaka frambjóðendur í kosningunum til Stjórnlagaþings í nóvember 2010. Þetta kemur fram í grein Birgis Guðmundssonar dósent við Háskólann á Akureyri um kynningarmál frambjóðenda fyrir Stjórnlagaþingskosningarnar. Þar kemur fram að persónukjör með landið sem eitt kjördæmi þar sem yfir 500 frambjóðendur voru í kjöri sé fyrirkomulag sem henti ekki verklagi og vinnubrögðum hefðbundinna miðla. Netmiðlar hafi hins vegar verið í aðalhlutverki, sérstaklega samfélagsvefurinn Facebook og miðlar sem ekki teljast til stóru hefðbundnu miðlanna. Frambjóðendur til Stjórnlagaþings hafi reynt gegnum þessa miðla að koma sér og stefnumálum sínum á framfæri. Lítil sem engin tilraun hafi verið gerð meðal frambjóðenda til auglýsa sig. Greinin í heild.