Undirbúningsfundur fyrir nýkjörna þingfulltrúa

10.12.2010 09:34

Undirbúningsfundur fyrir nýkjörna þingfulltrúa

Laugardaginn 4. desember s.l. stóð undirbúningsnefnd Stjórnlagaþings fyrir upplýsingarfundi fyrir nýkjörna þingfulltrúa. Á fundinn mættu 22 þingfulltrúar (þrír áttu ekki kost á að mæta) ásamt meðlimum undirbúningsnefndar, stjórnlaganefndar og starfsfólki þingsins. Á fundinum var farið yfir starfskjör þingfulltrúa, starfsaðstöðuna í Ofanleiti 2 (fyrirhugaður þingstaður), tækniumhverfi þingsins, starfsreglur Stjórnlagaþings og málefnaskil stjórnlaganefndar og gagnasafn sem unnið er að og safnað er saman hér á vefsíðu þingsins. Skipst var á skoðunum, spurt var út í fyrirkomulag þingsins og starfsreglurnar og hugleitt um framhaldið. Góður andi var yfir fundinum og var því velt upp hvort ekki væri ástæða til að þingfulltrúar hittust eitthvað frekar fram að þingi.

Fara í fréttalista