Kosningar til Stjórnlagaþings í heimspressunni

02.12.2010 13:29

Yfir tíu þúsund vefsíður og fjölmiðlar fjölluðu um kosningar til Stjórnlagaþings. Fréttaveitan Associated Press fjallaði um Stjórnlagaþingið en þaðan fór umfjöllunin á miðla um allan heim. Þar má nefna fjölmiðla eins og: Guardian, Bloomberg, The Wasington Post, Miami Herald, Los Angeles Times, CBS News, CNBS.comYahoo.com, Startribune.com, Quedit.com , The News Tribune  og þá eru ekki meðtaldir prentmiðlar og miðlar þar sem fréttin birtist á öðrum tungumálum. Ef fólk vill forvitnast meira um hvar umfjöllunin er á netinu er hægt að leita eftir: Iceland elects ordinary folk to draft constitution.

Fara í fréttalista