Um 36% kjósenda nýttu atkvæðisrétt sinn

29.11.2010 11:25

 

Enn liggur ekki ljóst fyrir hvenær úrslit kosninganna liggja fyrir en hins vegar hefur komið fram að það megi búast við þeim í dag. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Við tilkynnum hér og á síðunni okkar stjornlagathing.is um leið og það kemur í ljós hvenær úrslit liggja fyrir. 232.374 þúsund voru á kjörskrá og rúmlega tæplega 83.531 þúsund manns kusu í kosningunum.

Kosningaþátttaka á landinu öllu var um tæplega 35.95%. Kosningaþátttaka í einstökum kjördæmum var eftirfarandi:

  • Norðausturkjördæmi 30,46%
  • Norðvesturkjördæmi 32,71%
  • Reykjavík-norður 39,4%
  • Reykjavík-suður 41,15%
  • Suðurkjördæmi 29,2%
  • Suðvesturkjördæmi 37,08%.

Fara í fréttalista