Það stefnir í að kjörsókn á landinu verði um 40%

27.11.2010 21:21

 

Um þriðjungur kjósenda í Reykjavík og 31% kjósenda í Kópavogi höfðu kosið til Stjórnlagaþings klukkan 21 í kvöld. Búast má við að tölur um heildarkjörsókn á öllu landinu liggi fyrir um hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn er möguleiki á að niðurstöður kosninganna liggi jafnve fyrir fyrr en áður hafði verið talið eða annað kvöld. Það kemur þó í ljós um miðjan dag á morgun hvort að það tekst að tilkynna úrslit kosninganna annað kvöld.

 

Fara í fréttalista