Búist við meiri kjörsókn í kvöld

27.11.2010 17:26

Kjósendur eru seinni að taka við sér í þessum kosningum en síðustu tveimur kosningum en samkvæmt upplýsingum frá kjörstjóra í Ráðhúsinu gæti verið að fólk hafi nýtt góða veðrið í dag og komi því í eftirmiðdaginn og kjósi. Kjörsókn í Reykjavík klukkan 16:00 var um 18% og í Kópavogsbæ var kjörsókn um 21% klukkan 17:00. Fólki hefur gengið mjög vel að kjósa í dag og engar biðraðir hafa myndast. Kjósendur hafa hrósað kjörstjórnum fyrir fyrirkomulagið á kjörstöðum.

Fara í fréttalista