Forsætisráðherra hvetur fólk til að kjósa

27.11.2010 16:22

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kaus í Hagaskóla í dag. Hún gætti að jöfnu kynjahlutfalli í sinni kosningunni og sagði mikið  úrval af góðu fólki í framboði.  Jóhanna sagði kosninguna stórmerkilega tilraun. Þingmenn hafi hingað til ekki verið færir um að klára endurskoðun Stjórnarskrárinnar og nú fái almenningur tækifæri til þess. Það kom henni á óvart hversu fáir voru á kjörstað á miðjum degi. Hún segir mjög mikilvægt að þátttaka verði í kosningunum verði góð og hvatti landsmenn að koma á kjörstað og taka þátt í mótun stjórnarskrárinnar. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu á Facebook.

 

Fara í fréttalista