Yfir 10.100 manns kusu utankjörfundar á landinu

26.11.2010 13:00

Mikil og góð kjörsókn var utankjörfundar í morgun en alls kusu tæplega 700 manns í Laugardagshöll. Alls hafa því um 10.100 manns kosið utan kjörfundar frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst fyrir 12 dögum. Í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu kusu aðeins fleiri en nú en taka ber fram að utankjörfundaratkvæðagreiðslan þá varði í 38 daga eð 26 dögum lengur en nú. Það má því búast við góðri kosningaþátttöku á morgun, kjördag. Hér er að finna allar upplýsingar um kjörstaði á morgun.  

Fara í fréttalista