Mikil kjörsókn síðustu daga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu
25.11.2010 14:33

Alls hafa um 6600 manns kosið utan kjörfundar til stjórnlagaþings um allt land. Kjörsókn er mikil í Laugardalshöll en í dag hafa alls 629 kosið þar. Síðustu daga hefur kjörsókn aukist dag frá degi og hefur verið svipuð og í síðustu daganna fyrir síðustu Þjóðaratkvæðagreiðslu. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur kl. 12 á hádegi á morgun. Flestir koma undirbúnir á kjörstað og hefur kosningin gengið vel að sögn kjörstjóra. Ef fram heldur sem horfir má búast við góðri kjörsókn í heild fyrir kosningar til stjórnlagaþingsins.