Langafi elsta manns á Þjóðfundi 2010 sat á Þjóðfundi 1851
24.11.2010 13:26
Stjórnlaganefnd barst bréf þann 21. nóvember frá Ársæli Júlíussyni, sem var elsti maður á Þjóðfundinum 2010, þar sem hann þakkar vel og mikið fyrir fundinn. Hann gaf leyfi til birtingar úr bréfinu hér á síðunni.
,,Það var hlutskipti mitt að vera boðið að taka þátt í Þjóðfundi 2010. Þetta er mér þakkarefni ekki síst fyrir það hversu vel og skipulega hann fór fram í alla staði. Til gamans get ég ekki neitað mér um að geta þess að langafi minn, Ásgeir Einarsson, alþingismaður og stórbóndi á Þingeyrum í Húnavatnssýslu sat Þjóðfundinn sumarið 1851."
Þetta er virkilega skemmtileg tilviljun og þökkum við Ársæli kærlega fyrir bréfið.