Forsetinn og framkvæmdavaldið - opinn fundur Stjórnarskrárfélagsins

24.11.2010 11:12

Forsetinn og framkvæmdavaldið - opinn fundur Stjórnarskrárfélagsins

 Stjórnarskrárfélagið tileinkar síðasta fundi fyrir stjórnlagaþingskosningar umræðuefninu ,,forsetinn og framkvæmdavaldið".

Björg Thorarensen prófessor og stjórnlaganefndarkona mun flytja erindi varðandi álitamálið um forseta og þjóðaratkvæðagreiðslur og fjalla um aðra valkost í þeim efnum. Auk þess mun Björg fjalla um stöðu forseta sem þjóðhöfðingja. Björg situr að því loknu fyrir svörum um efni fundarins ásamt öðrum spurningum um stjórnarskrár og þann feril sem framundan er. En búast má við að margt liggi á frambjóðendum og kjósendum nú þegar aðeins örfáir dagar eru til þessara afdrifaríku kosninga.

 

Fundurinn mun fara fram í húsnæði FÍH að Rauðagerði 27 milli klukkan 20.30 og 22.30 á miðvikudaginn 24. nóvember og búist er við fullu húsi frambjóðenda og kjósenda.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Daði Ingólfsson

dadi@1984.is

s. 8229046

 

Fara í fréttalista