Viðtöl við frambjóðendur til Stjórnlagaþings hefjast í kvöld

22.11.2010 11:00

Viðtöl við frambjóðendur til Stjórnlagaþings hefjast í kvöld

Viðtöl við frambjóðendur til Stjórnlagaþings hefjast klukkan 19 í kvöld á Rás 1. Alls verða á fimmta tug þátta fluttir á Rás 1 í þessari viku. Þættirnir verða nokkurra nokkurra klukkustunda langir með 10-12 frambjóðendum á hverjum klukkutíma. Tveir til þrír þættir verða sendir út á dag. Viðtölin fóru fram um helgina og í morgun. Fjórar spurningar voru lagðar fyrir hvern og einn frambjóðanda, þær eru:

  • 1. Þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins?
  • 2. Hverju þá helst?
  • 3. Ef ekki af hverju?
  • 4. Af hverju gefur þú kost á þér?

Frambjóðendur fengu 3-5 mínútur til að svara. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV gengu viðtölin vonum framar og voru frambjóðendur virkilega jákvæðir.  Ekki tókst að ná í örfáa frambjóðendur og eru þeir beðnir að hafa samband við Ásgeir Eyþórsson verkefnastjóra hjá RÚV s: 515-3000.  Dagskrárgerðarfólkið Linda Blöndal, Ævar Kjartansson og Leifur Hauksson tóku viðtölin. Ekki er vitað um dæmi þess að tekin hafi verið útvarpsviðtöl við jafn marga viðmælendur á jafn skömmum tíma eða rúmlega 500 frambjóðendur á þremur dögum.

Fara í fréttalista