Frambjóðendur til Stjórnlagaþings minntir á upplýsingaskyldu

17.11.2010 13:13

Frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru minntir á vef Ríkisendurskoðunnar að þeim ber lögum samkvæmt að skila stofnuninni upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttu sinnar. Skilafrestur er til 28. febrúar 2011. Ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingskyldu þeirra  gilda eftir því sem við á um framlög eða styrki sem frambjóðendur til Stjórnlagaþings þiggja. Samkvæmt lögum  má kostnaður hvers frambjóðanda vegna kosningabaráttu að hámarki nema 2 milljónum króna.  Fari kostnaður frambjóðanda af kosningabaráttu eða framlög til hans vegna hennar ekki fram úr 400 þúsund krónum skal hann einungis skila skriflegri yfirlýsingu þar um fyrir sama tímamark og að framan greinir.

Fara í fréttalista