Húsnæði Stjórnlagaþings

16.11.2010 16:34

Húsnæði Stjórnlagaþings

Gengið hefur verið frá leigu á húsnæði undir komandi Stjórnlagaþing. Húsnæðið er í Ofanleiti 2 (fyrrum húsnæði Háskólans í Reykjavík). Þingsalur verður á 1. hæð hússins, nefndaraðstaða á 2. hæð og starfsaðstaða starfsfólks og þingmanna á 5. hæð, alls er um að ræða 17% af heildarhúsnæðinu,  Ofanleiti er miðsvæðis og með gott aðgengi m.a. fyrir fatlaða, tæknilega vel útbúið og ekki þarf að ráðast í neinar breytingar á innréttingum. Um tímabundna leigu er að ræða. Skrifstofa þingsins flytur í Ofanleiti 2 um áramót.

Fara í fréttalista