Flestir koma undirbúnir á kjörstað
15.11.2010 10:04

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla til stjórnlagaþings hófst 10. nóvember. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um allt land en höfuðborgarbúar geta kosið utan kjörfundar í Laugardalshöll. Samkvæmt upplýsingum þaðan kusu 128 manns utankjörfundar í síðustu viku og flestir komu undirbúnir. Fólk sem undirbýr sig er um 5-10 mínútur að kjósa en aðrir eru hátt í 15 mínútur að kjósa. Kosningaþátttakan er sambærileg og fyrir aðrar kosningar en nú er búist við að hún fari að aukast.