35 höfðu kosið utan kjörfundar í morgun á höfuðborgarsvæðinu
11.11.2010 10:11
Kosning utan kjörfundar til Stjórnlagaþings hófst klukkan 10 í gærmorgun. Alls kusu 35 manns í gær í Laugardalshöll sem er, samkvæmt upplýsingum frá kosningarstjórn, sambærilegt og gerist í öðrum utankjörfundaratkvæðagreiðslum. Fólk er 5 til 10 mínútur að kjósa allt eftir því hversu vel undirbúið það er. Hægt er að undirbúa sig áður en farið er í kjörklefann á kosning.is, en þar er að finna hjálparkjörseðil sem hægt er að prenta út og taka með sér á kjörstað.