Samantekt frá Þjóðfundi um réttlæti, velferð og jöfnuð
10.11.2010 10:40
Inntak Þjóðfundar var sett upp í hugtakatré sem skiptist í átta flokka sem þátttakendur töldu að ættu að vera í stjórnarskránni, einn af þeim var Réttlæti, velferð og jöfnuður . Hér má sjá samandregið hvað þátttakendur sögðu um þann flokk:
Tryggja skal öllum landsmönnum mannsæmandi lífskjör óháð kyni, kynþætti, aldri, búsetu, vinnu, þjóðerni, trúarskoðun, efnahag, fötlun, kynhneigð eða skoðunum. Allir skulu hafa jafnan rétt til framfærslu, menntunar, heilbrigðisþjónstu og félagsþjónustu. Lífeyrisréttindi skulu öllum tryggð. Vægi atkvæða skal vera jafnt og refsilög skýr.