Kostnaðaráætlun Þjóðfundar 2010

09.11.2010 17:51

Hér má sjá sundurliðun á kostnaðaráætlun sem gerð var fyrir Þjóðfundinn 2010 en heildarupphæðin kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir 2010. Þar sem Þjóðfundi er rétt nýlokið hefur endanlegt uppgjör ekki enn farið fram og mun það ekki liggja fyrir  fyrr en í byrjun desember. Allar líkur eru á að heildarkostnaðurinn verði eitthvað undir áætlun. Endanlegur kostnaður Þjóðfundar 2010 verður birtur hér sundurliðaður þegar hann liggur fyrir fyrrihluta desember.

 

 

Þóknun Þjóðfundarfulltrúa

17.500.000

 

Ferðakostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðis

7.539.000

 

Dvalarkostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðisins

8.975.000

 

Þjálfun starfsfólks fundar og starfsþóknanir þess

6.265.000

 

Laugardalshöllin. Leiga, gólf, þrif oþh.

4.800.000

 

Leiga á húsgögnum, búnaður, umgjörð

4.900.000

 

Tækniumgjörð og þjónusta

12.000.000

 

Kostn. við úrtakið, skráningargrunnur, símaver, póstur á fulltrúa

5.564.500

 

Kynningar- og auglýsingarkostn. Vefsíðugerð/umsjón, borgarafundir

8.050.000

 

Fundarkerfið, gögn, úrvinnsla gagna

5.390.450

 

Matur og veitingar

6.375.200

 

Ýmis kostnaður og ófyrirsjáanlegt (5%)

4.367.958

 

     Samtals áætlaður kostnaður við Þjóðfundinn

91.727.108

   

Fara í fréttalista