Níutíu og þrjú prósent þátttakenda á Þjóðfundi telja að niðurstöður fundarins muni gagnast Stjórnlagaþingi

07.11.2010 11:33

Níutíu og þrjú prósent þátttakenda á Þjóðfundi telja að niðurstöður fundarins muni gagnast Stjórnlagaþingi

Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn.  Auk þeirra kom um 200 manna starfslið  að fundinum.  Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins.  93% þeirra  telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá.

Framkvæmd og form fundarins fengu einnig góð meðmæli, en 97% þátttakenda fannst fundarformið gott , 95% fannst fundurinn ganga vel og 75% töldu framkvæmd fundarins til fyrirmyndar. 

Fimmtíu manna hópur svæðisstjóra og lóðsa ásamt stjórnlaganefnd og starfsfólki stjórnlagaþings hóf að vinna úr niðurstöðum fundarins strax að honum loknum  og er þeirri vinnu fram haldið í dag. 

Fara í fréttalista