Þjóðfundur settur.
06.11.2010 10:51
Þjóðfundur er hafinn í Laugardalshöllinni þar sem þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Áhugi er mikill og voru margir mættir löngu áður en húsið opnaði í morgun. Um tvö hundruð starfsmenn vinna að fundinum, því þar er mörg horn að líta svo allt gangi samkvæmt áætlun.
Guðrún Pétursdóttur formaður stjórnlaganefndar bauð þátttakendur velkomna og voru lokaorð hennar yfir til þín. Engin þjóð hefur áður gert lýðræðistilraun eins og þessa.
Erlendir fjölmiðlar og fræðimenn hafa sýnt fundinum mikinn áhuga.
Hægt verður hægt að fylgjast með fundinum á www. facebook.com/stjornlagathing.