Tæpur sólahringur í Þjóðfund

05.11.2010 10:13

Nú byrjum við að telja niður þar til Þjóðfundur 2010 hefst. Allur undirbúningur er á lokasprettinum og þar er að mörgu að hyggja, allt frá því að hugsa út í hvenær best sé að blása í annað hundrað blöðrur  og forsjóða pasta upp í að klára að setja upp tölvuver fyrir gagnavinnslu á fundinum. Það verður virkilega spennandi að fá niðurstöður af 1000 manna Þjóðfundi þar sem meiningin er að fá fram visku heillar þjóðar.

Fara í fréttalista