Þjálfun lóðsa lokið

03.11.2010 21:10

Sjöundi og síðasti rennslisfundurinn fyrir lóðsa eða borðstjóra var haldinn í Borgartúni 24 í kvöld. Yfir 30 manns komu í þjálfun í kvöld og og þegar fylgst var með hópnum kom greinilega í ljós að gríðarlega kraftmikið fólk hefur valist til þessa verkefnis. Fólk er virkilega jákvætt fyrir Þjóðfundinum og mikil eftirvænting ríkir í hópnum. Alls hafa 128 lóðsar þá farið í gegnum þjálfunarferli hjá Gunnari Jónatansssyni YFIRLÓÐS. Hann sagði í samtali við fréttastofu stjórnlagaþings að þjálfunin hefði gengið vonum framar og hann væri handviss um að út úr Þjóðfundi kæmi glimrandi niðurstaða fyrir land og þjóð.

Fara í fréttalista