Opinn fundur um þjóðaratkvæðagreiðslur

02.11.2010 11:14

Opinn fundur um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði verður haldinn á vegum Mannréttindastofnunar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands föstudaginn 5. nóvember frá 12.15-13.30 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.

Fyrirlesarar eru Ann Catharine Jungar Ph. D og dósent við Södertörn Háskóla og Bruno Kaufman, Forseti Evrópustofnunar um þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ann Catarine mun fjalla um og bera saman stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í nokkrum Evrópulöndum. Bruno mun hins vegar gera grein fyrir reynslu og lærdóm sem megi draga af reglum um þjóðarfrumkvæði víðs vegar um Evrópu.

Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands er fundarstjóri.

Fara í fréttalista