Æfingar fyrir Þjóðfund 2010

27.10.2010 10:42

Æfingar fyrir Þjóðfund 2010

Næstu kvöld verða haldnir alls sjö æfingafundir fyrir 128 lóðsa/borðstjóra á Þjóðfundi 2010. Tveir fundir hafa nú þegar verið haldnir í Borgatúni 24 húsakynnum skrifstofu stjórnlagaþings. Hlutverk lóðs á Þjóðfundi 2010 er fyrst og fremst að draga fram sem flest sjónarmið þátttakenda og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri til að tjá sig. Lóðs þarf að halda hlutleysi sínu á fundinum og ræðir aldrei stök málefni eða tekur afstöðu til tillagna. Lóðs þjónar sínu borði ávallt eftir bestu getu og aðstoðar þátttakendur við að flokka inntak fundarins. Flestir þeir sem eru lóðsar í ár hafa sinnt þessu hlutverki áður en fá jafnframt þjálfun fyrir Þjóðfund 2010. Til þessa starfs veljast einstaklingar sem eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa jákvæða lífsýn. 

 


Fara í fréttalista