523 bjóða sig fram til stjórnlagaþings

26.10.2010 10:07

Landskjörstjórn bárust alls 526 gild framboð til Stjórnlagaþings. Á fundi landskjörstjórnar í dag lá jafnframt fyrir að þrír einstaklingar höfðu afturkallað framboð sín. Ekki kom til þess að úrskurða þyrfti um gildi einstakra framboða. Alls verða því 523 einstaklingar í framboði til Stjórnlagaþings, en kosningar til þess fara fram 27. nóvember nk. Frambjóðendur skiptast þannig að konur eru 159 en karlar 364.

Landskjörstjórn mun innan tíðar birta frekari upplýsingar um frambjóðendur, þ. á m. um skiptingu þeirra eftir kjördæmum og aldursbilum.

Fara í fréttalista