Borgarafundur á Hvolsvelli klukkan 17 í dag
19.10.2010 09:13

Borgarafundur verður haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli klukkan 17 í dag. Þau Guðrún Pétursdóttir og Njörður P. Njarðvík úr stjórnlaganefnd halda erindi. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um fyrirhugað stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010.