Rúmlega 500 bjóða sig fram til Stjórnlagaþings

18.10.2010 14:07

Fólk tók vel við sér á lokaspretti framboðsfrests til Stjórnlagaþings en alls skiluðu rúmlega þrjúhundruð frambjóðendur inn umsóknum aðeins í morgun. Um klukkan 14 í dag var ennþá verið að telja hversu mörg framboð bárust en staðfest var að rúmlega framboð 500 hefðu borist. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldinu og vonandi að kosningabaráttan verði málefnaleg og að allir fái jöfn tækifæri á að kynna sig og sín mál. Frambjóðendur geta sett inn stutt lýsingu um sig á Fésbókarsíðu stjórnlagaþings.

Fara í fréttalista