Efni um stjórnarskrá og stjórnskipun

14.10.2010 12:07

Á vefsíðu Þjóðfundar 2010 og Stjórnlagaþings er stöðugt verið að bæta við greinum,  fræðiritum og tenglum er tengjast stjórnarskrármálefnum. Efnið er að finna undir hlekknum ,,Fræðsluefni".

Þar má finna tengla undir hlekknum tenglasafn og ýmsar greinar um hvaðeina sem tengist stjórnarskrármálefnum undir hlekknum skjalasafn. Til að mynda má nefna tengla á vefsíður er tengjast stjórnarskránni hér á landi, tengla á stjórnarskrár annarra ríkja sem og efni sem þegar hefur verið unnið varðandi endurskoðun á íslensku stjórnarskránni. Þá er jafnframt að finna í skjalasafni fréttaefni og ýmis fræðirit sem varða til að mynda lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir og þrígreiningu ríkisvalds svo að eitthvað sé nefnt.

Stefnt er að því að fræðsluefni vefsíðanna www.thjodfundur.is og www.stjornlagathing.is geti verið einskonar bókasafn um hvaðeina sem tengist stjórnarskránni.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efnið, sér í lagi þjóðfundargestir og frambjóðendur til stjórnlagaþings.

 

Fara í fréttalista