Borgarfundur á Sauðárkróki í dag kl. 17:00

11.10.2010 17:08

Stjórnlaganefnd heldur borgarafund á Sauðárkróki í fjölbrautarskólanum bóknámshúsi kl. 17:00 í dag. Á fundinum verður fjallað um Þjóðfund um endurskoðun stjórnarskrárinnar og stjórnlagaþing. Fjörugar umræður urðu á tveimur síðustu borgarafundum um sama efni sem haldnir voru á Egilsstöðum og Ísafirði fyrr í mánuðinum og búast má við að það verði einnig raunin á Sauðárkróki í dag. Íbúar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra.

Fara í fréttalista