Hvað eru stjórnlög? Fyrirlestur kl 12:00 á morgun.
11.10.2010 13:51
Björg Thorarensen prófessor og nefndarmaður í stjórnlaganefnd heldur erindi hjá Sagnfræðingafélagi Íslands á morgun sem nefnist ,,Hvað eru stjórnlög?" Þar fjallar hún almennt um markmið og eðli stjórnarskráa og um fyrirhugaðan þjóðfund og stjórnlagaþing. Fyrirlesturinn er í Þjóðminjasafni Íslands og hefst kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.