Vika þar til framboðsfrestur rennur út

11.10.2010 11:08

Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til Stjórnlagaþings og eru ekki farnir að gera neitt í málinu þurfa að fara að bretta upp ermarnar því aðeins ein vika er þar til framboðsfrestur rennur út. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur mikið verið spurt út í framboðsgögn en 3. nóember verður gefið upp hversu margir bjóða sig fram. Við hvetjum allt gott fólk til að nýta sér þetta stórkostlega tækifæri til að endurskoða sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins. Hægt er að nálgast framboðsgögn til stjórnlagaþings á vef dómsmálaráðuneytisins.

Fara í fréttalista