Örnámskeið um Stjórnarskrá Íslands

08.10.2010 16:17

Til að mynda sér skoðun á breytingum á stjórnarskránni skiptir máli að þekkja til hennar í núverandi mynd. Á þessu örnámskeiði verður fjallað stuttlega um hlutverk stjórnarskráa, en fyrst og fremst verður fjallað um íslensku stjórnarskrána og stjórnskipunina eins og hún er í dag. Helstu ákvæði stjórnarskrárinnar verða rakin, sem og framkvæmdin á grundvelli hennar og þær grunnhugmyndir sem liggja henni til grundvallar. Kennsla fer fram föstudaginn 15. október 2010 kl. 9:00-10:30 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

Fara í fréttalista