Meðmælendum safnað á borgarafundi
07.10.2010 15:49
Líflegar umræður spunnust á borgarafundi um endurskoðun stjórnarskrárinnar á Egilsstöðum á þriðjudagskvöldið sl.. Þau Ágúst Þór Árnason og Ellý Katrín Guðmundsdóttir í stjórnlaganefnd héldu framsögu. Í fréttum RÚV sagði Ágúst Þór m.a. eftir fundinn að fyrirhugað stjórnlagaþing yrði söguleg stund, hann sagði enn fremur. ,,Og ég hallast að því að fólk vaxi að vissu leyti út og upp yfir sjálft sig, það fylli upp í hlutverkið sem stjórnarskrárgjafi.". Athygli vakti að á fundinum sem 30 manns sóttu voru nokkrir að safna meðmælendum vegna framboðs til stjórnlagaþings en framboðsfrestur rennur út þann 18. október n.k.. Næsti borgarafundur stjórnlaganefndar verður á Sauðárkróki 12. okt..