Borgarafundir um endurskoðun stjórnarskrárinnar

30.09.2010 10:24

Borgarafundir um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Stjórnlaganefnd og landshlutasamtök sveitarfélaga ætla á næstu vikum að halda borgarafundi um endurskoðun stjórnarskrárinnar á sjö stöðum á landinu. Fundirnir eru kynningafundir um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað verður eftir sjónarmiðum íbúa í hverjum landshluta.  Stjórnlaganefnd var kosin af Alþingi í sumar til þess að undirbúa  endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndinni er ætlað að finna og leggja fram gögn fyrir stjórnlagaþing, standa fyrir Þjóðfundi um endurskoðun á stjórnarskrá, vinna úr upplýsingum frá fundinum og afhenda stjórnlagaþingi og loks að leggja fram hugmyndir að breytingum á stjórnarskránni.

Borgarafundirnir verða haldnir í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga á eftirtöldum stöðum:

Með FV - á  Ísafirði   4. október kl: 19:30-21:00  í Háskólasetri Vestfjarða og í Skor, Þróunarsetri Patreksfjarðar með aðst. fjarfundarbúnaðar .

Með SSA - á Egilsstöðum 5. október kl: 20:00-22:00 á Hótel Héraði.

Með SSNV  - á Sauðárkróki 12. október kl:17:00-19:00 í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

Með SSV  - í Háskólanum á Bifröst 13. okóber kl:13:00-15:00.

Með SASS  - á Hvolsvelli 14. október kl: 17:00-19:00 í Félagsheimilinu Hvoli.

Með EYÞING  - á Akureyri 20. október kl:20:00-22:00 í Menningarhúsinu Hofi.

Með SSH  - í Salnum í Kópavogi  21. október 17:30-19:30.

Fara í fréttalista