Skráning gengur vel

21.09.2010 15:45

Á annað þúsund manns hafa skráð þátttöku sína á Þjóðfund um stjórnarskrá Íslands. Rúmlega 400 aðalfulltrúar og tæplega tólf hundruð varafulltrúar sem verða boðaðir ef forföll verða hjá aðalfulltrúum. Frestur til að skrá sig á netinu á fundinn rann út í gær en eftir þann tíma verður haft samband við fólk símleiðis. Gert er ráð fyrir að um þúsund manns taki þátt í sjálfum fundinum sem haldinn verður í Laugardalshöll 6. nóvember.

Fara í fréttalista