Hægt að skrá sig á Þjóðfund til 20.sept.

17.09.2010 11:45

Alls fengu 5000 Íslendingar boðsbréf á Þjóðfund um stjórnarskrá Íslands. Af þeim eru þúsund aðalfulltrúar og 4000 varafulltrúar sem verða boðaðir á fundinn verði forföll hjá aðalfulltrúum. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá. Þeir sem fengu boðsbréf hafa frest til 20. september til að skrá sig hér á þessari síðu, eftir það verður haft samband við fólk. Við skorum á fólk að taka boðinu um að taka þátt í Þjóðfundi um stjórnarskrá Íslands.

Fara í fréttalista