Frumvarp
91. grein. Upplýsinga- og sannleiksskylda
Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum.
Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum.
Upplýsingar sem ráðherra veitir Alþingi, nefndum þess og þingmönnum skulu vera réttar, viðeigandi og fullnægjandi.
Frumvarp Stjórnlagaráðs hefur mótast á fundum ráðsins, þar sem einstakar tillögur hafa verið kynntar, ræddar og afgreiddar. Skýringar nefnda og fulltrúa með hverri tillögu er að finna hér á heimasíðunni í fylgiskjölum ráðsfunda, nánar tiltekið undir „Um starfið“.
Ummæli
Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.
Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.