Breytingatillaga #147
- Silja Bára Ómarsdóttir
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Nefndin leggur til að í stað „gegn útrýmingu" standi „í útrýmingarhættu". | Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu. | Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda gegn útrýmingu. |
Skýringar:
Hér er ætlunin að tryggja að bregðast megi við t.d. ágengum dýrategundum sem berast til landsins og er þá ætlunin að tryggja að dýrategundir sem eru í útrýmingarhættu á heimsvísu njóti verndar hér á landi í samræmi við það. Hins vegar er sannarlega ætlunin að heimila viðbrögð við landnámi ágengra tegunda sem eiga sér skjól annars staðar í heiminum.