Flytjendur:
  • Silja Bára Ómarsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Nefndin gerir tillögu um að á eftir orðinu „umhverfis" í 1. málsl. 1. mgr. bætist við „og náttúru", á eftir „framkvæmda" bætist „þar" og á eftir „á" verði orðið „það" tekið út.

Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á.

Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.

Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.

Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.

Skýringar:

Orðalagsbreytingar í samræmi við athugasemdir frá Aagot Óskarsdóttur, sbr. innsent erindi.