Breytingatillaga #146
- Silja Bára Ómarsdóttir
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Nefndin gerir tillögu um að á eftir orðinu „umhverfis" í 1. málsl. 1. mgr. bætist við „og náttúru", á eftir „framkvæmda" bætist „þar" og á eftir „á" verði orðið „það" tekið út. | Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. | Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun. Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila. Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar. |
Skýringar:
Orðalagsbreytingar í samræmi við athugasemdir frá Aagot Óskarsdóttur, sbr. innsent erindi.