Flytjendur:
  • Pawel Bartoszek
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

C-nefnd leggur til, vegna breytingartillögu 40 frá 17. ráðsfundi, að Alþingi geti ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla skv. greininni skuli vera bindandi. Vísað er til rökstuðnings Eiríks Tómassonar um að greinin eins og hún lá fyrir að lokinni 1. umræðu kallaði á breytingar á 2. gr. Rætt var um að sleppa málsliðnum að fullu en rétt þótti að árétta að Alþingi gæti ákveðið að atkvæðagreiðslan skyldi vera bindandi því ellegar væru uppi áhöld um hvort þingið hefði slíka heimild.

Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.

Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.

Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.

 

Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.

Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal vera bindandi.

Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.

Skýringar: