Breytingatillaga #137

Við 103. grein. Lögspurning til Hæstaréttar

Flytjendur:
  • Pawel Bartoszek
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

C-nefnd leggur til, með hliðsjón af breytingartillögu 63 frá 17. ráðsfundi, að 103. gr. um lögspurningu til Hæstaréttar falli brott í heild sinni. Að fengnu áliti Eiríks Tómassonar telur nefndin að markmiðum greinarinnar sé náð með ákvæðum um Lögréttu sbr. 62. gr. frumvarpsins og um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sbr. 63. gr. frumvarpsins.

Þingnefnd, þriðjungur þingmanna, ríkisstjórn, sveitarstjórn, eða forseti Íslands, geta vísað til Hæstaréttar að dæma hvort lög, stjórnarathafnir eða athafnaleysi stjórnvalda samrýmist stjórnarskrá.

Skýringar: