Breytingatillaga #131

Við 85. grein. Náðun og sakaruppgjöf

Flytjendur:
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Nefndin tók til skoðunar breytingartillögu #21 við 85. gr. um náðun og sakaruppgjöf. Nefndin er ekki fylgjandi því að forseti geti að tillögu ráðherra fellt niður saksókn enda sé það andstætt sjálfstæði ríkissaksóknara. Það sé ekki eðlilegt að unnt sé að grípa inn í ferli sakamála með þessum hætti. Þá bjóði það heim spillingu ef tveir menn, ráðherra og forseti, geti sammælst um að fella niður saksókn. Texti greinarinnar er að tillögu stjórnlaganefndar. Nefndin leggur til að breytingartillögunni verði hafnað eftir yfirlegu nefndarinnar.

Forseti Íslands getur náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka að tillögu ráðherra. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem dómstólar hafa dæmt vegna ráðherraábyrgðar, nema með samþykki Alþingis.

Skýringar: